Umhverfismál eru eitt af meginviðfangsefnum SVÞ og hafa drög að umhverfisstefnu samtakanna verið sett fram.
Stefnan byggist á, og er í samræmi við, tilgang samtakanna sem er m.a. að vinna að almennum og sameiginlegum hagsmuna-málum aðildarfyrirtækja og að stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.
Meginmarkmið umhverfis-stefnu samtakanna er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni. Leiðbeina, fræða, hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum enda er ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Umhverfisstefnan skal taka til annars vegar til innri starfsemi skrifstofu SVÞ og hinsvegar starfsemi samtakanna gagnvart aðildarfélögum, öðrum aðilum innan Húss atvinnu-lífsins og atvinnulífinu almennt.
Í fræðslu- og viðburðadagskránni mátti sjá ýmislegt sem nýst getur félagsmönnum og sjá má yfirlit yfir helstu viðburði í þessu myndbandi:
Smelltu til að stækka og spila myndbandið