Lögfræðisvið SVÞ hefur fjölmörg verkefni á sinni könnu. Þeirra veigamest eru gerð umsagna um þingmál fyrir Alþingi og á undirbúningsstigi í stjórnsýslunni, gerð umsagna um fyrirhugaðar breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum og ritun erinda þar sem farið er fram á laga- og reglugerða-breytingar vegna hagsmuna aðildarfyrirtækja samtakanna.
Að auki sinnti lögfræðisviðið ýmiskonar ráðgjöf við einstök aðildarfyrirtæki og má þar t.d. nefna ráðgjöf vegna tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, vegna tollmeðferðar af hálfu tollyfirvalda, öflunar starfsleyfis fyrir tollfrjálsar vörugeymslur, þjónustusamninga við sveitarfélög á sviði menntamála, markaðssetningar fæðubótarefna og nikótínvara, riftunarmála á sviði gjaldþrota-réttar, virðisaukaskatts, ábyrgðar söluaðila á söluhlutum, málsmeðferðar heilbrigðis-eftirlits, opinberra innkaupa, peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, málsmeðferðar lyfjastofnunar, persónuverndar, póstmála, þjófnaðarmála, samkeppnismála og skattlagningar ökutækja.
Á tímabilinu frá mars 2019 til mars 2020 kom skrifstofa SVÞ að ritun u.þ.b. 70 umsagna um lagafrumvörp, reglugerðir og þingsályktunar-tillögur þar sem hagsmunum aðildar-fyrirtækja var haldið á lofti. Í mörgum tilvikum var umsögnunum fylgt eftir á fundi með fastanefndum Alþingis eða ráðuneytum Stjórnarráðsins. Um þessar mundir vinnur skrifstofa SVÞ að uppsetningu vefsvæðis þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna hafa aðgang að öllum umsögnum SVÞ á einum stað.
Meðal mála sem SVÞ hafa veitt umsagnir um eru heilbrigðisstefna ríkisstjórnarinnar, milligjöld í kortaviðskiptum, heimildir til innflutnings á fersku kjöti frá EES-ríkjum, 3. orkupakkinn, fjármálaáætlun hins opinbera, lyfjalög, úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, fjárlagafrumvarp 2020, breytingar á samkeppnislögum, ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki, stimpilgjald á skip, áfengislög, sóknaráætlun höfuðborgar-svæðisins, endurnýjanlegt eldsneyti, sjúkratryggingar, orkumerkingar og staðsetning áfengisverslana.