Litla Ísland er vettvangur fræðslu og tengsla lítilla og meðalstórra fyrirtækja óháð atvinnugreinum.
Tilgangurinn með verkefninu er margþættur, svo sem að:
Lítil og meðalstór fyrirtæki innan samtakanna sem að Litla Íslandi standa fengið viðtal við rekstrarsérfræðing Litla Íslands þar sem farið er yfir helstu þætti í rekstrinum og hvar betur megi fara. Í framhaldinu er forsvarsmönnum fyrirtækisins bent á hvar þeir geta leitað frekari aðstoðar, hvort sem það er í formi fræðslu eða ráðgjafar.
Að Litla Íslandi standa Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja.
Nokkuð uppnám hefur ríkt í starfsemi Úrvinnslusjóðs að undanförnu. Vegna breytinga sem fylgdu gildistöku laga um opinber fjármál hefur stjórn sjóðsins ekki geta samþykkt ársreikninga síðustu ár auk þess sem tekjuáætlun og sjóðastaða hefur verið óljós. Hefur stjórn sjóðsins, sem er að meiri hluta skipuð fulltrúum atvinnulífsins og þ. á m. fulltrúa SVÞ, komið þeim skýru skilaboðum á framfæri við stjórnvöld að vinna þurfi bragarbót á fyrirkomulagi tekjufærslna sjóðsins.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði nýjan formann stjórnar sjóðsins á árinu 2019. Frá síðasta ári hefur stjórn sjóðsins unnið að nýrri stefnumótun m.a. með það fyrir augum að gera hann sýnilegri og aðgengilegri. Ætla má að innleiðing nýrra Evrópureglugerða sem kenndar hafa verið við hringrásarhagkerfið muni kalla á endurskil-greiningu á hlutverki sjóðsins.