Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf og vinnumarkaður standa frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskt samfélag í heild taki sig saman til að styðja þá umbreytingu, þar sem samkeppnishæfni þjóðarinnar og lífsgæði okkar allra eru undir.
Í tilefni af aðalfundi SVÞ 18. mars 2021, frumsýndum við þátt undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland - stafræn umbreyting eða dauði! Þátturinn var sýndur í beinni á vefmiðlum SVÞ sem og helstu fréttamiðlum á vefnum.
Í þættinum var fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.
Upptökur af viðburðinum eru aðgengilegar á félagasvæðinu á innri vef samtakanna.
Í kjölfar mikilla viðhorfsumbreytinga sendi Samtök verslunar og þjónustu sérstaka hvatningu til leiðtoga til að taka samtalið og festa niður aðgerðaáætlun svo þeim verði ávallt fært að endurtengja gildi, samfélagslega ábyrgð og traust.
Í fréttatilkynningu frá SVÞ þann 18.janúar 2022 segir m.a; Framsýni, innsæi og hugrekki eru eiginleikar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa á að halda þegar viðhorfsumbreytingar verða í samfélaginu.
Samfélagsleg stefna fyrirtækja verður á hverjum tíma að stuðla að fjölbreyttri flóru mannauðsins og jafnrétti kynjanna.
„Við lifum á miklum umbreytingatímum. Á slíkum tímum skapast tækifæri til að horfa innávið og skoða fyrir hvað við stöndum og hvernig látum við gildin okkar endurspeglast bæði í orði og athöfnum? Fyrsta skrefið til breytinga er að taka samtalið. Því vill SVÞ hvetja leiðtoga til aðgerða sem stuðla að nærandi fyrirtækjamenningu fyrir alla.“ sagði Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ.
Í kjölfarið bauð SVÞ fulltrúum aðildarfyrirtækja sinna upp á fræðslu og hvatningu næstu vikurnar undir myllumerkinu #TökumSamtalið.
Þann 26.janúar s.l. hélt Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi fyrirlesturinn „Trúverðuleiki og traust á markaði“ þar sem varpað var ljósi á rannsóknir og rit um traust til einstaklinga og vinnustaða og stýrir um leið samtali um virði trausts.
Í kjölfarið, stóð Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi og meðstofnandi No More Boxes vitundarvakningarinnar, fyrir sérsniðnum viðburði þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að skoða hvernig birtingarmyndir á staðalímyndum kynjanna eru ómeðvitað að stjórna aðgerðum okkar og framgangi. Félagsfólki SVÞ var boðið að skoða hvað er til ráða og veltu upp svarið við spurningunni: Hversvegna er alveg hægt að kenna gömlum hundum að sitja?
Upptökur af þessum morgunstundunum ásamt öllum fyrirlestrum SVÞ á árinu má nú finna á félagasvæðinu á innri vefnum.
Smelltu á myndbandið til að sjá yfirlit yfir aðra fræðslufundi og viðburði starfsársins.