Allir nýir félagar fá í dag sjálfvirka röð tölvupósta með vikulegu millibili í nokkrar vikur þar sem þeim er kynnt starfsemi samtakanna. Í henni er félagsfólk frætt um ýmislegt gagnlegt sem tengist starfseminni og hvernig þau geta fengið sem mest út úr aðildinni að SVÞ. T.d. eru póstar sem kynna starfsfólk samtakanna, segja frá því hverskonar mál samtökin geta helst aðstoðað félagsfólk með, almenn hagsmunagæsla samtakanna er kynnt, fræðslu- og viðburðadagskráin, faghópastarfið o.fl.
Á innri vefnum eru nú hvorki meira né minna en 97 fyrirlestrar og viðtöl aðgengileg og sífellt bætist við. Aðgangur að svæðinu er í gegnum Mínar síður (atvinnulif.is) með persónulegum rafrænum skilríkjum. Fyrir þau sem ekki eru þegar komin með aðgang má sjá leiðbeiningar hér um hvernig má fá hann.