Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslun á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunarfyrirtækja. Greiningar ná m.a. til neyslu Íslendinga hér á landi og neyslu ferðamanna. Í gagnasafni RSV er að finna mánaðarlegar tölur um greiðslukortaveltu í íslenskum krónum, sundurliðaða eftir útgjaldaliðum, ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is.
Þekkingarfyrirtækið Prósent hefur í samstarfi við SVÞ sett á laggirnar nýtt mælaborð, Netverslunarpúlsinn, sem sýnir allt það helsta sem þú þarft að vita þegar kemur að kauphegðun Íslendinga á netinu.
Fyrirtæki sem kaupa árgjald fá aðgang að lifandi mælaborði þar sem gögn uppfærast á rauntíma. 200 svörum Íslendinga á aldrinum 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi, er safnað í hverjum mánuði og eru til gögn frá því mars 2021.
Fyrirtæki með aðild að SVÞ fá 50% afslátt af árgjaldi. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Prósent, https://prosent.is/thjonusta/netverslunarpulsinn/.
Á tveggja mánaða fresti gefur RSV út vísitölu smásöluverslunar. Vísitalan sýnir þróun í veltu fyrirtækja í ýmsum greinum smásölu á milli vsk tímabila. Vísitalan er veltuvísitala fyrir ólíkar greinar innlendrar smásölu og mælir þróun á heildarsöluverðmæti vöru án virðisaukaskatts innan þeirra greina smásölu sem hún nær til.
Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að gefa fyrstu vísbendingar um þróun neyslu innanlands og hins vegar að lýsa rekstrarskilyrðum verslana hérlendis.
Aðgang að smásöluvísitölu RSV má nálgast í gegnum vefsíðu Rannsóknasetursins, www.rsv.is.