Samsetning verkefna lögfræðisviðs var að nokkru leyti óhefðbundin á árinu. Eins og áður helguðust þau fyrst og fremst af samskiptum við stjórnvöld en umfang almennrar lögfræðiráðgjafar var meira en áður. Lögfræðisviðið kom að ritun þrjátíu og tveggja umsagna til fastanefnda Alþingis, ráðuneyta og stofnana ríkis og sveitarfélaga eða sem nemur rúmlega þriðjungi umsagna undanfarinna ára. Færri mál sættu samráði en oft áður, annars vegar í ljósi Alþingiskosninga síðasta haust og hins vegar í ljósi viðfangsefna Alþingis og stjórnsýslunnar vegna heimsfaraldurs. Á móti voru önnur verkefni lögfræðisviðsins fleiri en oft áður og virðist sem ásókn í almenna lögfræðiráðgjöf færist sífellt í aukana.
Eftirfarandi eru dæmi um málefni sem umsagnir voru veittar um á árinu:
Eftirfarandi eru dæmi um verkefni sem lögfræðisvið kom að á starfsárinu: