Meðal áhersluatriða var að styrkja tengslanet félagsfólks með sérstökum Örstefnumótum og heimsóknum til aðildarfélaga.
Á starfsárinu var félagsfólki boðið í þrjár fyrirtækjaheimsóknir, til JÁ/Gallup, Höldur - Bílaleigu Akureyrar og Póstsins. Einstök tækifæri til að kynnast fjölbreyttri flóru fyrirtækja og stofnana innan samtakanna sem og að læra af vegferð þeirra í sjálfbærnismálum og stafrænum lausnum.
Þá héldum við fyrsta skipulagða Örstefnumót SVÞ í húsakynnum atvinnulífsins að Borgartúni 35 í október 2022. Þar komu saman fjölbreyttur hópur af félagsfólki til að deila leiðum í sjálfbærnismálum og skoða leiðir til samstarfs sín á milli.
Óhætt er að segja að mikil ánægja hefur verið með þessa viðbótarviðburði samtakanna og áætlað er að halda þeim áfram.
Alls stóð SVÞ að 32 viðburðum á starfsárinu sem tóku á fjölbreyttum þáttum sem snúa að rekstri verslunar og þjónustugreina, má þar nefna:
Heilræn markaðssetning á netinu
Ferðalag viðskiptavinarins
Að búa til skapandi vinnuumhverfi sem byggir á lærdómi
Aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverka
Möguleikar Stafræna hæfnisklasans
Kulnun íslendinga á vinnumarkaði á tímum COVID
Árangurinn af mælaborði á samfélagslegri ábyrgð
Innleiðing á stafrænni umbreytingu
Góðar og slæmar leiðir í fræðslustjórnun
Öryggismál í alþjóðlegum flutningum
Nýju hringrásarlögin
Upptökur af viðburðinum eru aðgengilegar á félagasvæðinu á Mínar síður, og getur félagsfólk fengið aðgang að þeim með rafrænum skilríkjum.