Sjá nánar inná Faghópum SVÞ
Töluvert hefur verið fjallað um þróun tækninnar og aukna möguleika á nýtingu hennar undanfarin ár. Í kjölfar þessarar umræðu og vangaveltna um stöðu Íslands í þessari þróun tóku VR, Samtök verslunar- og þjónustu og Háskólinn í Reykjavík höndum saman um að vinna í sameiningu að því að skapa þekkingu um stöðu einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi vegna stafrænnar umbreytingar, áhrifa hennar og tækifæra. Með þekkingu á stöðunni í farteskinu sáu VR, SVÞ og HR fyrir sér að geta miðlað henni á sameiginlegum vettvangi þar sem einnig yrði boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og stutt námskeið til fyrirtækja og einstaklinga. Bæði VR og SVÞ hafa unnið markvisst að því að miðla fræðslu um stafræn málefni á undanförnum misserum til sinna félagsmanna.
Á umræðuvettvangi við aðildarfyrirtæki hefur SVÞ greint mikla þörf á stuðningi sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í könnun sem VR lagði fyrir félagsmenn VR í maí og júní 2020 kom fram vísbending um að fólk á íslenskum vinnumarkaði sé ekki farið að hugsa um breytingar á störfum sínum, en meirihluti svarenda voru hins vegar sammála um mikilvægi þess að sækja sér menntun/aukna þekkingu í ljósi stafrænnar þróunar á vinnumarkaði. Í undirbúningsvinnu aðila við stofnun klasans hefur verið horft til svipaðra aðila á Norðurlöndunum t.d. SMV Digital og Digital Norway. Ljóst er að önnur Norðurlönd eru að styðja atvinnulíf og vinnumarkað með markvissum aðgerðum sem Stafræni hæfniklasinn fylgist með og er í samstarfi við.
Markmið og áherslur Stafræna hæfniklasanum er að auka vitundarvakningu íslenskra fyrirtækja um mikilvægi þess að huga að stafrænni umbreytingu. Á vettvangi klasans verði fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi, auk þess að stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsmanna svo þau geti með öryggi og vilja verið þátttakendur í þessari vegferð.
Með Stafræna hæfniklasanum verði til samfélag þar sem fyrirtæki og starfsfólk getur leitað til í sinni stafrænnu vegferð, hvort sem það er til að fá ráðgjöf, hlusta á raunsögur eða efla sína stafræna hæfni hjá sjálfum sér eða öðrum. Mikilvægt er að til sé óháður vettvangur þar sem hægt er að leita jafningjafræðslu, fá aðstoð og ábendingar í stafrænni vegferð. Stafræna bilið verður ekki brúað öðruvísi en með samvinnu.
Öll verkefni Stafræna hæfniklasans snúa að því að efla og ná markmiðum klasans. Þann 1. september 2021 var Eva Karen Þórðardóttir ráðin sem framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Mörg verkefni eru nú þegar hafin og var vefurinn https://stafraent.is/ opnuð formlega í byrjun febrúar á síðasta ári. Vefsíðan er hugsuð sem verkfærakista fyrir fyrirtæki. Markmiðið með síðunni er að hún verði fyrsta stopp þeirra sem vilja hefja sína stafrænu vegferð. Þar munu verða til greiningartæki fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fræðsluefni fyrir einstaklinga fyrir fyrirtæki og önnur verkfæri til að vinna að stafrænni þróun. Margir ráðgjafar, fræðsluaðilar og fyrirtæki koma að efni síðunnar og erum við alltaf að leita að fleirum til að vinna með.
I lok árs 2021 stóð stafræni hæfniklasinn fyrir könnun á stafrænni hæfni stjórnenda og stafrænni hæfni þjóðarinnar sem gáfu mjög áhugaverðar niðurstöður til að vinna áfram með. Niðurstöðurnar verða nýttar til þess að forgangsraða verkefnum klasans og skilgreina helstu áherslur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir niðurstöðum kannananna hjá fyrirtækjum, ráðgjöfum og fræðsluaðilum. Áhersla er lögð á að deila þeim niðurstöðum eftir fremsta megni. Þessi rannsókn verður svo sett aftur af stað í lok þessa árs en stefnt er að því að mæla reglulega stafræna hæfni stjórnenda og þjóðarinnar.
Annað verkefni sem Stafræni hæfniklasinn er að vinna að er verkefni Stafrænn leiðtogi að láni en verkefnið svipar til verkefnisins Fræðslustjóri að láni sem hefur verið í boði fyrir fyrirtæki undanfarin ár. En þá er fyrirtækjum kleyft að sækja um stafrænan leiðtoga að láni til að aðstoða sig við að greina fræðslu og tækniþarfir fyrirtækisins. Koma með tillögur að lausn til að hefja þá vegferð sem fyrirtækið vill fara af stað í. Nú hafa hafist tilraunverkefni með þetta verkefni og bindum við miklar vonir í að það muni verða gott verkfæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að greina hvaða leiðir henti þeim og þeirra starfsfólki í sinni stafrænu vegferð.
Eitt af aðalverkefnum Stafræna hæfniklasans er að vera vettvangur eða samfélag fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að leita ráðgjafar eða jafningjafræðslu í stafrænni vegferð. Skiptir miklu máli að stuðla að vettvangi þar sem hægt er að deila reynslusögum og fólk getur nálgast fræðslu og ráðgjöf á auðveldan og einfaldan hátt.
Á þessum tímapunkti má segja að Stafræni hæfniklasinn sé í fyrsta fasa. Verið er endurskilgreina verkefnaáætlun, vinna rannsóknir, kynna Stafræna hæfniklasann og safna í sarpinn verkfærum og tólum.
Með vorinu stefnum við á að færa okkur yfir í fasa 2 sem er að nálgast fyrirtæki landsins og skapa með þeim virði. Aðstoða þau í sinni stafrænu vegferð.
*munurinn á „venjulegum” klasa og ofurklasa er í stystu máli sá að stjórnvöld koma með beinum hætti að ofurklasa.
Samstarf við NorðurlöndinStafræni hæfniklasinn mun vinna í nánu samstarfi við Norðurlöndin þegar kemur að verkefnum og áhersluatriðum klasans. Samstarfsverkefni hefur verið komið á með fyrirtækinu Digital Noway en það er stafrænn hæfniklasi sem stofnaður var í Noregi 2017. Þau eru því komin vel á veg og komin með mikla reynslu sem þau eru að deila með okkur.
Þó að það sé stutt síðan formleg starfsemi Stafræna hæfniklasans hófst er ekki hægt að segja annað en allar viðtökur hafi verið frábærar og þörf fyrir svona klasa er mikil. Stafræni hæfniklasinn er púslið sem vantar inn í þá stafrænu vegferð sem fyrirtæki og starfsfólk er þegar í eða mun fara í á komandi misserum. Meðbyr er með slíkum óháðum vettvang þar sem allir geta sótt fræðslu, hugmyndir og ráðgjöf um stafræn mál.