Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) annast rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu fyrir verslun á Íslandi í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni verslunarfyrirtækja. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun og þjónustu þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma. Markmið RSV er að hafa allar upplýsingar er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað.
Í ár urðu mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu þegar RSV opnaði nýjan notendavef, Sarpinn. Sarpurinn inniheldur allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Allt aðgengilegt á einfaldan og þægilegan hátt og allt á einum stað. Í gagnasafni RSV á Sarpi er meðal annars að finna mánaðarlegar tölur um greiðslukortaveltu hérlendis, sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi greiðslukorta, Mælaborð verslunarinnar, vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs auk mánaðarlegra upplýsinga um erlenda netverslun landsmanna.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu RSV, www.rsv.is.
Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til RSV eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnti rannsóknasetrið til leiks Netverslunarvísi RSV, vísitölu erlendrar netverslunar sem sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegund verslunar. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegund verslunar á notendavefnum Sarpi.
Þegar rýnt í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. Til samanburðar má nefna að innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. í fyrra en innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr.
Nánari upplýsingar um netverslunarvísi RSV og aðrar tölfræðiupplýsingar um verslun og þjónustu má finna á Sarpi RSV, www.sarpur.rsv.is.