Meginverkefni lögfræðisviðs SVÞ á starfsárinu sneru að samskiptum við stjórnvöld. Töluverð ásókn er eftir aðstoð sviðsins á mjög fjölbreyttu sviði. Lögfræðisviðið kom að ritun umsagna til fastanefnda Alþingis, ráðuneyta og stofnana ríkisins.
Færi mál voru tekin til 26 umsagnar á vettvangi SVÞ en oft áður sem einkum helgast af áherslum ríkisstjórnarinnar, þ.e. hið opinbera hefur að undanförnu beint sjónum sínum að færri málum sem snerta hagsmuni aðildarfyrirtækja samtakanna með beinum eða óbeinum hætti.
Breytingar á tollalögum vegna niðurfellingar tolla af vörum frá Úkraínu
Breytingar á áfengislögum vegna sölu á framleiðslustað
Breytingar á húsaleigulögum
Breytingar á ákvæðum laga um virðisaukaskatt vegna tengiltvinnbifreiða.
Forgangsmál í hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB 2022/2023
Breytingar á lögum um matvæli
Breytingar á reglugerðarákvæðum um afmörkun siglingarleiða
Breytingar á reglugerðarákvæðum um lyf og lækningartæki í skipum
Ný reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir
Lagabreytingar vegna nikótínvara
Breytingar á lögum um sjúkraskrár
Breytingar á lögum um póstþjónustu
Breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu
Frumvarpsdrög um birgðastöðu lækningatækja og lyfja
Þingsályktunartillögur um matvælastefnu og landbúnaðarstefnu
Umræðuskjal Samkeppniseftirlitsins um framlegð á lykilmörkuðum
Athugun Samkeppniseftirlitsins vegna tollverndar landbúnaðarvara
Breytingar á persónuverndarlögum
Breytingar á reglugerð um lyfjaverð
Breytingar á búvörulögum
Frumvarp um tekjuhlið fjárlaga (bandormur)
Breytingar á ýmsum skattalögum
Breytingar á umferðarlögum
Breytingar á reglugerð um lyfsöluleyfi
Breytingar á reglugerð um starfsumhverfi leikskóla
Breytingar á reglugerð um tengiliði og málastjóra
Á vettvangi almennrar lögfræðiaðstoðar kom lögfræðisviðið m.a. að eftirfarandi viðfangsefnum á starfsárinu:
Ráðgjöf vegna stjórnsýsluviðurlaga Neytendastofu
Ráðgjöf vegna endurskoðunar tollflokkunar
Ráðgjöf vegna mögulegrar bótaábyrgðar í atvinnurekstri
Gerð kæru til yfirskattanefndar vegna álagningar úrvinnslugjalds
Samskipti við ráðuneyti vegna skilgreiningar áfengra drykkja
Ráðgjöf vegna merkinga vara frá þriðju ríkjum
Ráðgjöf og samskipti við hið opinbera og Alþingi vegna tolla af frönskum kartöflum
Ráðgjöf vegna útboðs á þjónustu
Ráðgjöf vegna verksamnings um ræstingu
Ráðgjöf vegna samskipa við tryggingafélag
Ráðgjöf vegna eftirlits með vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Samskipti við ráðuneyti vegna bráðabirgðaleyfa
Fyrirspurnir til opinberrar stofnana vegna opinberra innkaupa
Gerð andsvara fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Ráðgjöf vegna samskipta við hið opinbera innan rammasamnings
Ráðgjöf um sölumöguleika í komuverslun
Samskipti við stjórnvöld vegna breytinga á Tax-free reglum
Ráðgjöf vegna samningsslita á sviði opinberra innkaupa
Ráðgjöf vegna rafrænna reikninga
Ráðgjöf vegna samskipta við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Ráðgjöf vegna gerðar skilmála
Ráðgjöf og samskipti við hið opinbera vegna breytinga á upplýsingagjöf í fraktflugi
Ráðgjöf vegna veitingar skýringa á kostnaðarforsendum í tengslum við opinbert útboð á þjónustu
Ráðgjöf vegna gerðar húsaleigusamnings
Ráðgjöf vegna uppsagnar húsaleigusamnings
Ráðgjöf vegna endurkröfu skólagjalda
Yfirlestur samstarfssamnings
Ráðgjöf vegna samskipta við lögmann á sviði neytendaréttar
Ráðgjöf og samskipti við hið opinbera vegna tolla af hráefni í innlenda matvælaframleiðslu
Samskipti við hið opinbera vegna krafna sem eru gerðar til rekstraraðila hleðslustöðva
Ráðgjöf vegna leyfis til reksturs tollvörugeymslu
Ráðgjöf vegna netverslunar með áfengi
Gerð kæra vegna opinberra innkaupa
Ráðgjöf vegna undirritunar vinnslusamnings
Ráðgjöf vegna reglna um gerðarviðurkenningu ökutækja
Aðstoð vegna breytinga á samþykktum fyrirtækis
Ráðgjöf vegna innflutnings á lífrænum matvælum
Yfirlestur trúnaðarskyldusamninga
Samskipti við hið opinbera vegna efnda á samningi um þjónustu við fatlað fólk
Samskipti við sveitarfélag vegna greiðslna samkvæmt þjónustusamningi
Ráðgjöf vegna markaðssetningar lyfja
Ráðgjöf vegna gerðar skriflegra áætlana á sviði vinnuverndar
Ritun blaðagreina um málefni sem varða hagsmuni aðildarfyrirtækja