Alls stóð SVÞ að 18 viðburðum á starfsárinu sem tóku á fjölbreyttum þáttum sem snúa að rekstri verslunar og þjónustugreina, má þar nefna:
Nýtt verkfæri í ákvarðanatökubox stjórnenda (RSV)
Örstefnumót samfélags fólks og fyrirtækja í verslun og þjónustu
Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu
Áskoranir stjórnenda á tímum gervigreindar og annarra breytinga á vinnumarkaði – og hvernig má takast á við þær
2 + 2 = 5: Öflugri markaðssetning með tölvupósti og samfélagsmiðlum
Málstofa: Aðgerðir gegn matarsóun
Bestu trikkin í bókinni: Masteraðu markaðssetninguna með gervigreindinni
Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?
Umhverfisdagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins
Málstofan: Dönsum við í takt? Staða á sí-og endurmenntun stjórnenda og starfsfólks í verslunar og þjónustugreinum.
Upptökur af viðburðinum eru aðgengilegar á félagasvæðinu á Mínar síður, og getur félagsfólk fengið aðgang að þeim með rafrænum skilríkjum.