Vissir þú að Íslendingar eyða 16,7% í innlendri netverslun?
Vissir þú að Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi á ári hverju?
Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir kortaveltutölur sem sýnir kauphegðun Íslendinga í hverjum mánuði. Á sama hátt eru birtar upplýsingar um kauphegðun ferðamanna á Íslandi í tölum og eftir þjóðernum.
Innlend kortavelta nam 1.050 milljörðum króna á árinu 2023 og var aukning milli áranna 2022 og 2023 um 7,8%. Skiptist kortaveltan annars vegar í 44,8% í þjónustutengdar aðgerðir og svo hins vegar í 55,2% í verslun. Ef þjónustan er skoðuð frekar voru tæplega 89 milljarðar fóru í veitingaþjónustu en hlutfallsleg mest aukning var á kortaveltu tengdum menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi eða um 27,4% milli ára.
Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um 27% milli áranna 2022 og 2023 og nam jafnframt 315 milljörðum króna árið 2023. Ferðamenn frá Bandaríkjunum stóðu 34% af erlendri kortaveltu. Hlutfallsleg mest aukning var þó frá ferðamönnum frá Kína eða 366,2% og þar á eftir ferðamönnum frá Póllandi þar sem aukning milli áranna var 113,3%. Bæði þessi lönd eru þó enn frekar lítil þegar kemur að heildar kortaveltu. Mestu kortaveltuviðskiptin áttu sér vegna gistiþjónustu eða rúmlega 87 milljarðar króna, þar á eftir kemur veitingaþjónusta með 49 milljarða króna og svo bílaleigur með tæpa 32 milljarða króna.
Innlend og erlendri netverslun hefur einnig verið gerð skil hjá RSV og fylgst er grannt með þróun mála. Innlend netverslun mældist 16,7% (16,9%) af heildarkortaveltu Íslendinga fyrir árið 2023. Nam innlend netverslun fyrir árið 2023, 50,4 milljörðum króna á meðan erlend netverslun nam 27,4 milljörðum króna. Þau fyrirtæki sem falla undir innlenda netverslun eru fyrirtæki sem starfa á Ísland og eru með íslenska færsluhirðingu. Hvað varðar erlenda netverslun eru fengin gögn frá Tollinum þar sem skoðað er umfang erlendrar netverslunar, skoðað eftir vöruflokkum og upphæðum.
Innlend netverslun hefur verið að aukast jafnt og þétt sem hlutfall af kortaveltu Íslendinga. Árið 2019 var hún 13,8% af innlendri kortaveltu en á síðasta ári var hlutfallið komið í 16,9%.
Erlend netverslun jókst um 14,7% á milli áranna 2022 og 2023. Mest er keypt af fatnaði eða um 45,5% og jókst sá flokkur um rúman milljarð milli ára. Milli ára er hlutfall fatnaðar að minnka í heildarkökunni en mest hlutfallsaukning var í kaupum á lyfja-, heilsu- og snyrtivörum milli ára eða 2% aukning.
Gögnunum er safnað saman frá innlendum færsluhirðum.
Allar þessar upplýsingar og meira má finna inn á www.veltan.is.