Tillaga
Nauðsynlegt er að hið opinbera styðji fjárhagslega við stafræna umbreytingu íslensks atvinnulífs enda er um þjóðhagslegt samkeppnis-mál að ræða. Rannsóknir sýna að skortur á fjárhagslegum stuðningi er ein meginhindrun fyrirtækja við að nýta sér stafræna tækni og njóta ávinningsins af henni.
Hluti stafrænna umbreytingaverkefna kann að uppfylla núverandi skilyrði um skattfrádrátt vegna rannsókna og þróunarverkefna.
Hinsvegar þarf að gera skilgreininguna enn skýrari með því að tilgreina sérstaklega að stafræn umbreytingarverkefni falli hér undir, auk þess að víkka út skilgreininguna þannig að frádrátturinn taki til verkefna sem mögulega falla ekki undir þrönga skilgreiningu rannsókna og þróunar með gleraugum nýsköpunar, heldur að stutt sé við stafræna umbreytingu sem nauðsynlegt tól til að efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.