Netið og stafræn tækni fjórðu iðnbyltingarinnar eru að umbreyta heiminum, hafa víðtæk áhrif á nútímahagkerfi og eru sífellt mikilvægari til að samfélög þrífist. Þróunin er óumflýjanleg, en ef rétt er haldið á málum getur hún skapað gífurlegt virði fyrir mannkynið.
STAFRÆN TÆKNI FJÓRÐU IÐNBYLTINGARINNAR
Sjálfvirk farartæki, þrívíddarprentun, gervigreind, háþróuð vélmenni og þjarkar, nanótækni, gríðargögn, ný hráefni, hlutanetið, skýið, sýndarveruleiki og margt margt fleira...
Mikil áhersla er lögð á það að þjóðir heims geti fangað verðmæti og nýtt sér ávinning stafrænnar tækni. LESA MEIRA >>
Um leið og ör tækniþróun skapar gríðarleg tækifæri leiðir hún til kapphlaups sem fyrirtæki einfaldlega verða að taka þátt í. Í stóraukinni alþjóðlegri samkeppni eiga íslensk fyrirtæki undir högg að sækja >> og skortur er á vitund, þekkingu og hæfni stjórnenda og starfsfólks til nýta sér tækifærin sem búa í stafrænni tækni. >> Stafræn hæfni er einnig nauðsynleg til að leysa úr læðingi þau verðmæti sem nýsköpun hefur í för með sér >> og til aukningar verðmætasköpunar í útflutningi. >>
STAFRÆN VÆÐING felst í umbreytingu „analogue“ gagna og ferla á tölvutækt form.
Þrátt fyrir sterka innviði og stóreflt átak í stafrænni stjórnsýslu stendur Ísland aftarlega í stafrænum málum miðað við helstu samanburðarlönd. Íslensk fyrirtæki eru aftarlega á merinni >> og fólk á íslenskum vinnumarkaði almennt ekki nægilega meðvitað og undirbúið undir þær stórfelldu breytingar sem eru að eiga sér stað. >> Þetta hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þjóðarinnar í alþjóðasamfélagi.
Alþjóðlegar greiningar og rannsóknir sýna að Norðurlöndin standa mun framar en Ísland þegar kemur að stafrænni umbreytingu og eru almennt mjög ofarlega í öllum samanburði á þessu sviði. Mikil tækifæri felast því í auknu norrænu samstarfi. >>
STAFRÆN ÞRÓUN felst í nýtingu stafrænnar tækni og gagna og tenginga sem leiða til nýrrar eða breyttrar virkni.
Stafræn þróun, ásamt þróun til aukinnar sjálfbærni, er stærsta umbreytingaverkefni sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir. Stafræn þróun getur m.a. aukið framleiðni, hvatt til nýsköpunar, bætt þjónustu, auðveldað þátttöku í samfélaginu, skapað störf, bætt lífsgæði, aukið lífslíkur og haft jákvæð áhrif á efnahagsvöxt. (OECD) Aukin færni og nýting stafrænnar tækni hefur þannig í för með sér fjölbreyttan ávinning, til viðbótar við aukna efnahagslega samkeppnishæfni. Þannig leikur stafræn hæfni og tækni lykilhlutverk í umhverfismálum, >> í því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, >> í að byggja upp samfélag jöfnuðar, jafnréttis og jafns aðgengis >> og fyrir heilsu og velferð. >>
Með STAFRÆNNI UMBREYTINGU er átt við efnahagsleg og samfélagsleg áhrif stafrænnar væðingar og þróunar.
Efling stafrænnar hæfni og nýting stafrænnar tækni er talin sterkasta leiðin til að leiða efnahagskerfi heimsins út úr þeirri kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. >>
Ljóst er að stjórnvöld gera sér grein fyrir mikilvægi þess bæði að bregðast við þeim áskorunum sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér og að nýta sér þau tækifæri sem í henni búa. Þetta má m.a. sjá af skýrslu forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna og aðgerðaáætlun í kjölfar hennar, nýsköpunarstefnunni, Vísinda - og tæknistefnu 2020-2022, en ekki síður í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kemur m.a. fram að lögð verði áhersla á að Ísland búi sig undir að mæta þeim áskorunum og nýta þau tækifæri sem felast í sífellt örari tæknibreytingum.
Íslenskt atvinnulíf og samfélag eru að dragast aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur almennt saman við þegar kemur að hagnýtingu stafrænnar tækni. >>
Þrátt fyrir að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi verkefnisins er enn veruleg þörf á skjótum, öflugum og markvissum aðgerðum til að efla stafræna hæfni og nýtingu stafrænnar tækni í íslensku atvinnulífi og samfélagi í heild, eigi Ísland að komast hjá því að dragast aftur úr helstu samanburðarríkjum og standa höllum fæti í alþjóðlegri samkeppni.
Í ljósi ofangreinds hafa SVÞ og VR tekið saman tillögur að aðgerðum í 5 liðum sem stutt geta íslenskt atvinnulíf til að geta sem best nýtt stafræna þróun sér til framdráttar og aukinnar samkeppnishæfni. Tillögurnar byggja á því sem mörg af þeim löndum sem við helst berum okkur saman við hafa verið að gera í þessum málum:
Komið verði á samstarfsvettvangi stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, vinnumarkaðar og háskólasamfélags um stafræna þróun.
LESA MEIRA
Mótuð verði heildstæð stefna í stafrænum málum fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og farið í markvissar aðgerðir til að stuðla að stafrænni framþróun.
Sett verði á fót Stafrænt hæfnisetur til eflingar stafrænni hæfni í íslensku atvinnulífi.
Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna verði útvíkkaður til að ná til stafrænna umbreytingaverkefna.
Áhersla verði lögð á það í menntastefnu og aðgerðum að efla stafræna færni á öllum skólastigum.
Þegar góðar hugmyndir eru sendar út í veröldina þá þróast þær og þroskast við aðkomu fleira fólks. Hugmyndir að samstarfsvettvangi og Stafrænu hæfnisetri hafa nú þróast yfir í tillög að stafrænum ofurklasa með það hlutverk að hraða stafrænni þróun í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði með eflingu stafrænnar hæfni. Fylgist með hér og við segjum ykkur þegar meira er að frétta!