Ljóst er að ekki verður staðið í vegi fyrir stafrænni umbreytingu og því stendur val þjóða og fyrirtækja um að sitja hjá og dragast aftur úr eða setja markvissa stefnu og ráðast í aðgerðir til að nýta hana sér til framdráttar og jafnvel leiða hana. (OECD)
Nauðsynlegt er fyrir þjóðir að hlúa vel að lykilþáttum í stafrænni þróun svo sem opinberri stefnumótun, jöfnuði, öflugu atvinnulífi og menntun (Ísland og fjórða iðnbyltingin).
Vegna þess hraða sem er á breytingum og endurnýjun er hagnýting nýrrar þekkingar og tækni, þekkingarsköpun og tækni- og þekkingaryfirfærsla mikilvæg og nauðsynlegt er að vera virkir þátttakendur í þróuninni með því að aðlaga hana að þörfum samfélagsins.
Þannig leggja aðilar á borð við OECD, Evrópusambandið og World Economic Forum mikla áherslu á að móta stefnu og fara í aðgerðir sem gera þjóðum kleift að nýta kosti þessarar þróunar.
Smelltu til að horfa á myndbandið
Digital Agenda for Europe
Digital Single Market
Digitising European Industry
Digital Skills and Jobs Coalition
Digital Europe programme: Funding digital transformation beyond 2020
Alþjóðlegar greiningar og rannsóknir sýna að hin Norðurlöndin standa mun framar en Ísland þegar kemur að stafrænni umbreytingu og eru almennt mjög ofarlega í öllum samanburði á þessu sviði.
Gríðarleg tækifæri eru til mun veigameira norræns samstarfs á sviði stafrænna mála.
Sjá má fyrir sér að halda megi á markvissan og skipulega um ýmsa þætti slíks samstarfs innan Stafræns hæfniseturs og eru núverandi bakhjarlar þess þegar komnir í samband við fjölmarga aðila með það fyrir augum.
Myndaheimildir: The Network Readiness Index 2020 IMD World Digital Compeititiveness Ranking 2020
Um leið og ör tækniþróun skapar gríðarleg tækifæri leiðir hún til kapphlaups sem fyrirtæki einfaldlega verða að taka þátt í.
Tækniþróun hefur í för með sér hraðar og óumflýjanlegar breytingar á fjölmörgum rekstrarþáttum fyrirtækja, í öllum greinum, þar sem samkeppni takmarkast nú einungis í örfáum tilvikum við landamæri.
Samkeppnisaðilar íslenskra fyrirtækja eru í dag ekki einungis önnur innlend fyrirtæki, heldur einnig stór og öflug alþjóðleg fyrirtæki.
Fyrir tilstuðlan veraldarvefsins kaupa íslenskir neytendur og fyrirtæki sífellt meira vörur og þjónustu erlendis frá. Samhliða aukast kröfur þeirra um einfalda og hraðvirka þjónustu.
Viðskiptaumhverfi neytenda er í auknum mæli alþjóðlegt og möguleikar íslenskra neytenda til að leita bestu kjara hverju sinni hafa aldrei verið meiri.
Alþjóðleg stórfyrirtæki njóta ekki einvörðungu mikillar stærðarhagkvæmni í rekstri heldur leiða þau þróun viðskiptahátta á netinu og setja því þau viðmið sem önnur fyrirtæki þurfa að takast á við. Á það ekki síst við þegar að tækniþróun og hagnýtingu stafrænnar tækni kemur.
Þjónusta er einnig í auknum mæli stafræn hvort sem litið er til móttöku þjónustubeiðna eða veitingar þjónustunnar sjálfrar. Fyrir vikið verður þjónustan ekki aðeins skilvirkari og betri heldur verður sífellt auðveldara að veita þjónustu yfir landamæri.
Undir slíkum kringumstæðum ógnar erlend samkeppni innlendum þjónustuveitendum en skapar þeim jafnframt tækifæri til að auka útflutning íslenskrar þjónustu og þekkingar.
Smelltu til að spila myndbandið
Mismunandi geta þeirra til nýtingar stafrænnar tækni veldur þessu bili og þar leikur útbreiðsla þekkingar, eða skortur þar á, lykilhlutverki. (OECD)
Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa 73% af störfum á almennum vinnumarkaði hérlendis. (SA)
Rannsóknir sýna að lítil og meðalstór fyrirtæki njóta síður ávinnings fjórðu iðnbyltingarinnar og stafrænnar umbreytingar þar sem þau nýta síður stafræna tækni. Áskorunin felst í því að bæta og hraða nýtingu stafrænnar tækni og þeirra tækifæra sem hún hefur í för með sér til að auka framleiðni og samkeppnishæfni þeirra. (EC)
Það kemur því ekki á óvart að þær aðgerðir sem fjölmargar þjóðir hafa ráðist í miða að því að auka vitund, þekkingu og færni, styðja við stafræna umbreytingu og fjármögnun hennar. (EC)
Góðu fréttirnar eru að í stafrænni tækni felast einnig umtalsverð tækifæri sem Íslendingar mega ekki láta fram hjá sér fara og skapa ótalmarga möguleika, ekki síst til að sækja á erlenda markaði.
Vitundarvakning, upplýsingar, fræðsla og ráðgjöf yrðu hlutverk Stafræns hæfniseturs, sem er ein af tillögunum.
- WEF
Í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna er lögð áhersla á að forystufólk í atvinnulífinu sé vel upplýst um hvað felst í tæknibreytingum hennar svo að þeir geti tekið þátt í að innleiða hana. Ennfremur er eitt fjögurra markmiða stjórnvalda varðandi fjórðu iðnbyltinguna að undirbúa atvinnulífið til að nýta þau tækifæri sem felast í henni.
Ekki er síður nauðsynlegt að auka hæfni stjórnenda til að nýta stafræna tækni til að geta notið þess ávinnings sem af henni getur hlotist. Áhrifarík nýting og innleiðing stafrænnar tækni eykur framleiðni fyrirtækja, m.a. með því að stuðla að nýsköpun og lækkun kostnaðar við hina ýmsu ferla, og skapar störf. (EPRS, OECD)
Uppbrot á hefðbundnum viðskiptalíkönum og mótun nýrra er stór þáttur stafrænnar umbreytingar og ljóst að skilningur og þekking stjórnenda á því sviði eru nauðsynleg til að efla og viðhalda samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja (Ísland og fjórða iðnbyltingin).
Bilið milli þeirra fyrirtækja sem tekst að nýta sér stafræna tækni almennilega og hinna sem ekki tekst það mun stækka sífellt meira, og erfitt verður fyrir íslensk fyrirtæki að standast samkeppni við sífellt stærri og öflugri erlenda samkeppnisaðila (OECD).
Áhersla stjórnvalda á nýsköpun er vel þekkt, og sést best í skýrslunni Nýsköpunarlandið Ísland sem kom út árið 2019.
*OECD, Going Digital: Shaping Policies, Improving Lives; Nýsköpunarlandið Ísland; Aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna; Vísinda- og tæknistefna 2020-2022
Ekki er yfirfærsla þeirrar þekkingar og færni á atvinnulíf og samfélag síður mikilvæg. Ljóst er því að stuðningur við eflingu stafrænnar hæfni þarf að vera til staðar og markviss, ekki síður en annar stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarf.
Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að bæta sig á þessum sviðum en eitt fjögurra markmiða stjórnvalda er að „til staðar sé kerfi sem ýti undir nýsköpun í atvinnulífinu til að mæta framtíðarþróun í tæknimálum.”
Stafrænt hæfnisetur getur þar gegnt mikilvægu hlutverki og fellur vel að markmiðum stjórnvalda um aðgerðir vegna fjórðu iðnbyltingarinnar en þær miða m.a. að því að undirbúa atvinnulífið fyrir þau tækifæri sem felast í stafrænni umbreytingu og móta stuðningskerfi sem ýtir undir nýsköpun í þágu tækniþróunar í landinu.
Í skýrslu McKinsey árið 2012 kom m.a. fram að til að þörf væri fyrir meiri verðmætasköpun í útflutningi og telja skýrsluhöfundar að tvöfalda þurfi útflutningstekjur Íslands fyrir árið 2030 til að ná fram árlegum hagvexti upp á 4%. Þarna fer fjarri að tekið sé tillit til áhrifa af núverandi kórónuveirufaraldri.
Skýrsluhöfundar telja að til að þessi markmið náist þurfi að koma til nýrra útflutningsgreina, sem sýnir enn frekar mikilvægi nýsköpunar og tækniframfara.
Eftir því sem þáttur stafrænnar færni í framþróun þekkingar, framleiðslu og samskiptum eykst munu fleiri tækifæri gefast til nýsköpunar og útflutnings hugvits hér á landi þar sem flutningskostnaður stafrænna afurða er lágur og vöxtur takmarkast ekki við náttúruauðlindir heldur einungis vinnuafl og þekkingarstöðu þess. (OECD) Stafræn umbreyting felur ekki síst í sér sköpun nýrra viðskiptalíkana, sem m.a. geta falið í sér þróun stafrænna vara og þjónustu sem auðveldara er að veita yfir netið.
Netviðskipti hafa aukist gríðarlega í heimsfaraldrinum og varpað sterku ljósi á bilið á milli þeirra sem kunna að nýta sér þau til hins ýtrasta og hinna sem síðri eru (WTO, WEF).
Hluti stafrænnar hæfni í atvinnulífinu er þekking og árangursrík hagnýting tækninnar þegar kemur að netviðskiptum, hvort sem um er að ræða að selja eða veita vörur eða þjónustu yfir netið eða með markaðssetningu þeirra á netinu. Slík færni gegnir lykilhlutverki í eflingu markaðssóknar íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, og stuðlar að því að íslensk fyrirtæki geti sótt og veitt þjónustu á alþjóðavettvangi en haldið starfsemi hér á landi, sem er eitt af því sem lögð er áhersla á í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytisins, Nýsköpunarlandið Ísland.
Stafrænir innviðir, alþjóðlegar tæknilausnir og aukin netviðskipti auka gífurlega möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja til að afla og selja vöru og þjónustu og gera þeim kleift að ná til alþjóðlegra markaða (OECD). Staða íslenskra fyrirtækja er slök á þessu sviði, og geta þeirra til að nýta alþjóðlegar tæknilausnir oft takmörkuð. Því eru gríðarlega mikil ónýtt tækifæri til staðar og nýting þeirra verður sífellt mikilvægari eftir því sem áhrif kórónufaraldursins á alþjóðleg viðskipti eykst.
Í tillögum að Stafrænu hæfnisetri felast m.a. aðgerðir til að efla þekkingu og færni íslenskra fyrirtækja í sköpun nýrra stafrænna viðskiptalíkana og á alþjóðlegum netviðskiptum.