Tillaga
Vettvangurinn hafi m.a. það hlutverk að móta heildstæðra stafræna stefnu, gera tillögur að markvissum og öflugum aðgerðum í málaflokknum, tryggja yfirsýn og samræmingu aðgerða stjórnvalda og atvinnulífs og styðja við Stafrænt hæfnisetur.
Nýta má t.d. reynslu og fyrirmyndir frá Norðurlöndunum, auk þess að skoða möguleika á samstarfi þar sem það á við:
Digital21 í Noregi Rekið af atvinnu- og iðnaðarráðuneytinu og ætlað að auka stafræna umbreytingu í norsku atvinnulífi. Sá m.a. um vinnu við heildstæða stafræna stefnumótun fyrir Noreg. Öflugt starf faghópa við stefnumótun.
Disruptionrådet í Danmörku Samstarfsvettvangur atvinnulífs, háskólasamfélags og ráðuneyta, og fjallar um hvernig viðhalda má sterkum vinnumarkaði á tímum mikilla umbreytinga á störfum vegna stafrænnar þróunar. Ráðið tók þátt í stafrænni stefnumótun fyrir Danmörku og er ríkisstjórninni til áframhaldandi ráðgjafar í málaflokknum.
Digital Hub Denmark Sameiginlegur vettvangur hins opinbera, fyrirtækja, samtaka í atvinnulífinu, háskóla o.fl. en er í umsjá hins opinbera í Danmörku. Meðal hlutverka vettvangsins er að tengja saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra aðila til að bæta þekkingu og færni í stafrænum málum og aðgengi að þekkingu og sér-fræðingum í nýtingu stafrænnar tækni í viðskiptum.
Digitaliseringsrådet í Svíþjóð Hefur það hlutverk að samræma og tryggja áhrifaríka innleiðingu á stefnu stjórnvalda í stafrænu málum. Ráðið fylgist m.a. með stafrænni þróun víðsvegar um heim og leggur fram tillögur að og styður við ýmsar aðgerðir sem snúa að stafrænni þróun.