Tillaga
Þegar við horfum til Norðurlandanna og meginlands Evrópu sjáum við að þau lönd sem við miðum okkur gjarnan við hafa þegar mótað sér heildstæða stefnu sem taka á öllum helstu þáttum er varða stafræna þróun. Stefnumótun þessara þjóða tekur ekki síst til aðgerða til að styðja við stafræna færni og þróun í atvinnulífinu. (Sjá dæmi um stefnur hér).
Hérlendis hefur verið snert á þessum málum í skýrslunni um fjórðu iðnbyltinguna og aðgerðatillögum í kjölfarið, auk nýsköpunarskýrslunnar, en stjórnvöld eru hér með hvött til að móta heildstæðari stefnu og grípa til markvissari aðgerða.
Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru allar meðal fremstu þjóða í heimi þegar kemur að stafrænni þróun og því eru gríðarleg tækifæri í því að fylgja fordæmi þeirra, læra af reynslu þeirra og aðgerðum, auk þeirra tækifæra sem liggja í norrænu samstarfi í þessum málaflokki (sjá líka hér).
Íslensk stjórnvöld eru hvött til heildstæðrar stefnumótunar í stafrænum málum og markvissum aðgerðum til að styðja við og hraða stafrænni umbreytingu í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Einnig er hvatt til að sú stefnumótun og aðgerðaáætlun verði unnin á vettvangi samstarfs atvinnulífs, vinnumarkaðar, háskólasamfélags, sveitarfélaga og stjórnvalda, sbr. tillögu um samstarfsvettvang.
Í töflunni á næstu opnu má sjá dæmi um þau atriði sem heildstæð stafræn stefna fyrir Ísland gæti tekið á, og aðgerðir í framhaldinu.
Samantektin er byggð á stefnum Norðurlandanna og valinna Evrópulanda, auk skýrslnanna Ísland og fjórða iðnbyltingin, Aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna og skýrslunnar Nýsköpunarlandið Ísland.
*Stjörnumerkt eru þau atriði sem koma fyrir í stefnum Norðurlandanna.
Einnig er tilgreind staðan í viðkomandi málum, eftir best verður að komist. Það kann að vera að einhversstaðar innan stjórn-kerfisins sé verið að vinna að verkefnum sem tengjast þeim efnistökum sem sett eru fram hér fyrir neðan án að vitað sé af því. Að sú vinna skuli ekki hafa komið í ljós við þessa greiningu kann að vera vísbending um að nauðsynlegt sé að efla sýnileika og vitund um þá vinnu sem er í gangi, til þess m.a. koma í veg fyrir að verið sé að vinna að sömu hlutunum á mörgum stöðum og efla heldur samstarf hagaðila.
Heildarsýn fyrir stafræna framtíð landsins*
Dæmi: Danmörk: Að vera í stafrænni forystu svo allir Danir nóti ábatans af stafrænni þróun Svíþjóð: Að vera leiðandi í heiminum í að virkja þau tækifæri sem liggja í stafrænni þróun
Efling stafrænnar þróunar í starfandi fyrirtækjum, með sérstaka áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki*
Dæmi: Noregur: Digital21 og Danmörk: SMV:Digital
Þetta er í samræmi við yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar um að „undirbúa atvinnulífið til að nýta þau tækifæri sem felast í fjórðu iðnbyltingunni”.
Aðgerðir eru í gangi innan Ferðamálastofu til að efla ferðaþjónustuna að þessu leyti, en þörf er á markvissum aðgerðum fyrir atvinnulífið í heild, ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki.
Í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna er fjallað um ýmsa þætti er snúa að atvinnulífinu en bæta þarf þá vinnu frekar og móta markvissari stefnu og grípa til markvissari og samræmdari aðgerða en þar koma fram.
Efling stafrænnar þróunar í rannsóknum, nýsköpun og frumkvöðlastarfi*
Dæmi: Digital Innovation Hub í Finnlandi, Digital Hub Denmark
Í samræmi við yfirlýst markmið ríkistjórnarinnar um „að til staðar sé kerfi sem ýti undir nýsköpun í atvinnulífinu til að mæta framtíðarþróun í tæknimálum,” aðgerðaráætlunina og nýsköpunarskýrsluna, þar sem segir m.a. „Stefna og stuðningsumhverfi nýsköpunar þarf því að mynda traustar undirstöður fyrir þróun tækni og atvinnulífs hér á landi, í takt við það sem best gerist í öðrum löndum.“
Rætt í fyrrnefndum skýrslum um fjórðu iðnbyltinguna, og nýsköpunarskýrslunni en gæti notið góðs af frekari samræmingu auk þess sem efling stafrænnar hæfni er grundvöllur eflingar stafrænnar þróunar.
Efling stafrænnar færni á öllum skólastigum og í atvinnulífinu*
Sjá hér samantekt á efni um eflingu stafrænnar færni í menntastefnum Norðurlandanna, Bretlands, Þýskalands og Hollands.
Í samræmi við yfirlýst markmið ríkistjórnarinnar um að „á Íslandi sé framsækið menntakerfi sem taki mið af þörfum framtíðarinnar fyrir þekkingu á tilteknum sviðum.”
Tekið er heilshugar undir orð höfunda aðgerðaáætlunar um fjórðu iðnbyltinguna að „Skólakerfið hefur tilhneigingu til að vera íhaldssamt og því þarf að breyta” og að efla þurfi frumkvöðlamenningu innan þess.
Hafið er samtal SVÞ við menntamálaráðuneytið um þessi mál.
Góður grunnur hefur verið lagður að þessum málum með umfjöllun og tillögum aðgerðaáætlunar um fjórðu iðnbyltinguna. Dýpra má þó taka í árinni þar sem verkefnið er mjög brýnt. Einkum er lögð áhersla á mikilvægi þess að virkja mun betur fyrirtæki á markaði að þessu leyti, sbr. umfjöllun um menntamál hér.
Góður grunnur hefur verið lagður að þessum málum með umfjöllun og tillögum í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnybyltinguna.
Bæta þarf þó þá vinnu frekar og móta markvissari stefnu og grípa til mun markvissari aðgerða en þar koma fram, sbr. þær tillögur sem hér eru lagðar fram.
Dæmi: Danmörk með einn stafrænan stað þar sem fyrirtæki geta tilkynnt netöryggisbrot
Góður grunnur hefur verið lagður að þessum málum með umfjöllun og tillögum í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna og er tekið heilshugar undir það sem þar kemur fram um að fræðslu um netöryggismál sé ábótavant hér á landi og að rammi um þjálfun fagaðila, formlega menntun á öllum skólastigum og almenna vitundarvakningu almennings sé veikur. Það er m.a. tillaga að Stafrænt hæfnisetur geti komið að þessum verkefnum.
Gagnaaðgengi og nýting gagna*
Góður grunnur hefur verið lagður að þessum málum í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna.
Lög og reglugerðir sem tengjast stafrænni þróun, jafnt í atvinnulífinu sem og opinbera geiranum*
Dæmi: Digital Single Market í Evrópu
Góður grunnur hefur verið lagður að þessum málum í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna hvað varðar stjórnsýsluna.
Lítið sem ekkert hefur verið unnið að þessum málum hvað varðar atvinnulífið, svo kunnugt sé um, og mikilvægt er að bregðast við því.
Stafrænt stjórnkerfi*
Stafrænt Ísland er til fyrirmyndar í þessum þætti aðgerða í stafrænum málum.
Stafrænir innviðir*
Hér stendur Ísland vel að vígi en mikilvægt er að halda áfram vel utan um þessi mál, sbr. aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna þar sem lagt er til að stjórnvöld setji fram tímasetta áætlun um uppbyggingu og styrkingu fjarskipta, raforkukerfis og gagnastrengja.
Gervigreind
Grunnur hefur verið lagður að þessum málum í aðgerðaáætlun um fjórðu iðnbyltinguna og ný nefnd forsætisráðuneytisins til að vinna tillögur að stefnumörkun um gervigreind er fagnaðarefni. Hvatt er til þess að þessi vinna fari fram sem fyrst, sem hluti af heildstæðri stefnumótun, og því hvernig lágmarka megi áhætturnar sem felast í stafrænni þróun.
Íslenska í stafrænum heimi
Tillaga að aðgerð 27, um sjálfvirkt þýðingakerfi, er mikilvægt leið til að leysa úr þessu og brýnt að þær aðgerðir séu forgangsatriði. Annars er hætta á að íslensk fyrirtæki og almenningur geti ekki nýtt sér stafrænar tækninýjungar á sama tíma og aðrir í heiminum, á meðan beðið er eftir þýðingum, og dragist þar með aftur úr, eða, sem líklegra er, nýti tæknina á ensku sem skapar enn frekari ógn við íslenska tungu.
Hvernig betur megi grípa þau tækifæri sem stafræn þróun hefur í för með sér.
Dæmi: Hluti af stefnu Svía
Nauðsynlegt er að til staðar sé markviss stefna og aðgerðir til að tryggja skipulega vöktun á tækniþróun og þá þekkingaryfirfærslu sem nauðsynleg er til að sú tækni nýtist í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Stafrænt hæfnisetur getur hér leikið mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt atvinnulíf.
Hvernig lágmarka má hætturnar af stafrænni þróun
Þetta kemur m.a. inn á eflingu upplýsingalæsis almennings, gervigreind og fleiri þætti sem varið geta íslenskt samfélag og atvinnulíf gegn þeim hættum sem falist geta í stafrænni þróun.
Mögulega að taka ákvörðun um að Ísland einbeiti sér að ákveðnum sviðum stafrænnar tækni.
Dæmi: Noregur hefur ákveðið að einbeita sér að gervigreind, gríðargögnum, hlutanetinu, sjálfvirkni og netöryggi.
Í litlu landi með takmarkaðan mannauð og fjármagn til rannsókna og þróunar kann að vera ástæða til að ákveða að leggja áherslu á ákveðin svið stafrænnar tækni frekar en önnur, líkt og Noregur hefur t.d. kosið að gera.
Bretland: Policy Paper UK Digital Strategy, 2017
Danmörk: Strategi for Danmarks digitale vækst, 2018
Finnland: Digital Finland Framework. Sjá einnig: Digitalisation
Frakkland: Ambition Numérique - Pour une politique francaise et européenne de la transition numérique, 2015
Holland: Digital Agenda for The Netherlands, 2016, Dutch Digitalisation Strategy 2.0, 2019
Írland: Doing more with Digital – National Digital Strategy for Ireland, 2013 (í endurskoðun)
Noregur: Digital Agenda for Norway, Digital21
Svíþjóð: För ett hållbart digitaliserat Sverige – en digitaliseringsstrategi, 2017
Þýskaland: Digital Strategy 2025, 2018